1 af 2

Flug

Fljótlegasta leiðin til Flateyrar frá öðrum landhlutum er með flugi frá Reykjavík til Ísafjarðar (35–40 mínútur) en þaðan er 15–20 mínútna akstur til Flateyrar.

Fimmtudaginn 04.05.2017 er t.d. brottför frá Reykjavík kl. 17:00 og koma til Ísafjarðar 17:40.

Föstudaginn 05.05.2017 er brottför frá Reykjavík kl 08:00 og koma til Ísafjarðar 08:40.

Laugardaginn 06.05 2017 er brottför frá Ísafirði til Reykjavíkur kl. 18:40.

Rúta til Flateyrar fer frá Ísafjarðarflugvelli föstudagsmorguninn og frá Flateyri laugardagseftirmiðdaginn.

Landleiðin frá Reykjavík

1) Frá Reykjavík til Flateyrar um Ísafjarðardjúp eru 478 km, allt á bundnu slitlagi:

Reykjavík - Hvalfjarðargöng - Borgarnes - Brattabrekka (vegur 60) - Svínadalur - Arnkötludalur (vegur 61) - Steingrímsfjarðarheiði - Ísafjarðardjúp - Vestfjarðagöng - Flateyri.

2) Frá Reykjavík til Flateyrar um Dynjandisheiði eru um 450 km, þar af um 310 km á bundnu slitlagi. Miðað við snjóalög í febrúar eru bjartsýnar spár á þá leið að heiðarnar verði opnar ráðstefnudagana:

Reykjavík - Hvalfjarðargöng - Borgarnes - Brattabrekka (vegur 60) - Svínadalur -Barðastrandasýsla (vegur 60) - Dynjandisheiði - Hrafnseyrarheiði - Þingeyri - Flateyri.

Ferjan Baldur

Vetraráætlun til 21. maí 2017.

Frá Stykkishólmi kl. 15:00 Til Brjánslækjar kl. 18:00.

Frá Brjánslæk er ekið um Dynjandisheiði - Hrafnseyrarheiði – og um Dýrafjörð til Flateyrar.


Nánari upplýsingar: Jóhanna Kristjánsdóttir - Sími: 4567626 / 8642943 - Netfang: johanna@snerpa.is