Áhugasömum um efni málþingsins er velkomið að hlýða á erindin meðan húsrúm leyfir en þeir eru beðnir um að skrá sig til að geta áætlað fjölda þátttakenda.

Sveitarfélögum, stærri stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum býðst að styrkja málþingið með 25 þúsund króna þátttökugjaldi. Gjaldið greiðist inn á eftirfarandi reikning: 156-26-010348. kt. 711007-0830 (Hús og fólk) fyrir 20. apríl nk. um leið og tilkynnt er hverjir munu taka þátt fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags/stofnunar/fyrirtækis (ótakmarkaður fjöldi). Innifalið í gjaldinu er – auk mjög áhugaverðra erinda og umræðna – súpa í hádeginu báða málþingsdagana, frítt far með rútu fram og til baka frá Ísafjarðarflugvelli, léttar veitingar föstudagskvöld kl. 18:00 og frítt í sund. Gististaðir veita flestir 30% afslátt en á Flateyri og í Önundarfirði eru næg gistirými, fjórir matsölustaðir, sundlaug og ýmis konar afþreying.

 


Nánari upplýsingar: Jóhanna Kristjánsdóttir - Sími: 4567626 / 8642943 - Netfang: johanna@snerpa.is